Útvarpstöð á netinu gegnum makka með aðstoð butt og icecast

Árlega útvarpar sundfélagið á Akranesi dagskrá út til íbúa Akranes er tengist mannlífinu á staðnum ásamt því að spila dægurlög og önnur skemmtilegheit.  Tvö ár í röð hef ég séð um að streyma útsendingunni á netið. Fyrsta árið notaði ég IceCast2 + DarkIce á Linux og í seinna árið IceCast2+Butt á OSX (makka). Í þessari grein fylgir stutt og lýsing hvað þarf til þess að setja upp IceCast2+Butt undir OSX stýrikerfi.  Continue reading

Syncany

Preview release of Syncany.app for osx

I recently started helping out with porting Syncany to OSX.  The description from the official website pretty much sums it up what Syncany can do.

 

 

Syncany is an open-source file synchronization and filesharing application. It allows users to backup and share certain folders of their workstations using any kind of storage, e.g. FTP, Amazon S3 or Google Storage.

While the basic idea is similar to Dropbox and JungleDisk, Syncany is open-source and additionally provides data encryption and more flexibility in terms of storage type and provider Continue reading

WordPress 3.2 og Centos 5.x

Þann 4 júlí kom WordPress 3.2 út og ber útgáfan nafnið “Gershwin”.  Samhliða þessari útgáfu var forkröfum fyrir php stuðning breytt og lágmarksútgáfa sett í útgáfu 5.2.4. Centos 5.6 kemur með útgáfu 5.1.6 af php og því er stuðningur í Centos/RHEL 5 ekki lengur fullnægjandi. Til að uppfæra php í nýrri útgáfu þá hefur Remi verið að pakka af nýrri php útgáfum fyrir stýrikerfi eins og Centos/RHEL en leiðbeiningar má finna á blogginu hans http://blog.famillecollet.com/pages/Config-en Continue reading

Smámynd af mér og þér á netinu

Spjallþráður með og án gravatar
Hvernig fæ ég smámynd til að birtast við hliðiná athugasemdum sem ég geri inn á þessum vef eða á öðrum sem eru drifin af wordpress vefumsjónarkerfinu ? Heppnin er með þér en framleiðendur WordPress umsjónarkerfisins bjuggu til hliðarafurð sem nefnist GRAVATAR og stendur fyrir Globally Recognized Avatar. Þessi þjónusta er ókeypis og gerir þér kleift að hengja ljósmynd á netfangið þitt sem síðan er flett upp í hjá gravatar þjónustunni og skilar ljósmynd tilbaka.  Continue reading

1300226444_kgeography

Betri upplifun á vefnum, þökk sé landupplýsingum

Við lifum á tímum þar sem tækni breytist ört og síðastliðin misseri hafa möguleikar almennings á að nýta sér landupplýsingar aukist til muna. Snjallsímar, spjaldtölvur og fartölvur tengjast nú farsíma- og 3G-netkerfum símafyrirtækjanna með lítilli fyrirhöfn. Þessi tækni gerir okkur kleift að vera tengd netinu hvar og hvenær sem er og staðsetningu okkar er hægt að nálgast út frá innbyggðum staðsetningartækjum búnaðar eða út frá GSM/3G sendum með aðstoð þríhyrningamælinga.

Continue reading

1298027424_mypc_unlock

Gleymt leyni/lykilorð í windows

Ég lenti í því um daginn að sýndarvélin mín sem keyrir Windows 7 missti traust gagnvart Active Directory léni og gat því ekki skráð mig inn á vélina. Þetta gerðist í kjölfarið á því að vélin var fjölfölduð. Þegar ég ætlaði að skella mér inn á vélina sem staðbundin notandi (þeas. notandi sem er ekki á staðarnets-léninu) þá mundi ég ekki lykilorðið á honum og Administrator notandinn er ekki virkur í útgáfu 7 af windows. Í ljósi þessa þá sótti ég mér SystemRescueCd og hreinsaði út núverandi leyni/lykilorð til að komast inn í vélina og var það framkvæmt með eftirfarandi hætti: Continue reading

Terminal

Einfaldaðu þér notkun á SSH með aðstoð stillingarskrá

Ef þú vinnur mikið í skel dags daglega vegna þess að þú ert kerfisstjóri eða annarskonar tölvugúrú og vinnur vél frá MacOSX eða Linux stýrikerfi þá mæli ég með að þú setjir upp config skrá fyrir ssh til að einfalda þér lífið. Config skrá er hægt að nota til þess að setja almennar stillingar eða staðbundnar stillingar á ssh. Það er hægt að líta á þessa skrá sem einskonar “bookmark” skrá.

Continue reading

Björgunarvesti

Lagfæring á grub ræsivalmynd eftir enduruppsetningu á windows

Það er þekkt vandamál að ef þú ert með linux stýrikerfi á vélinni þinni og þú ákveður að setja upp windows stýrikerfi eða framkvæma endurinnsetningu eða uppfærslu á því þá yfirskrifast Master Boot Record (MBR) og eingöngu er hægt að ræsa upp í windows.  Þetta er hægt að leiðrétta með tiltölulega lítilli fyrirhöfn með því að ná í live cd eða rescue cd fyrir linux stýrikerfið sem keyrir á vélinni. Leiðbeiningarnar hér fyrir neðan miða við lagfæringu á GRUB2 sem stendur fyrir “Grand Unified Boot Loader” útgáfa 2 og voru framkvæmdar á Ubuntu 9.10 linux stýrikerfi. Hinsvegar ættu þessar leiðbeiningar að nýtast á öllum þeim linux stýrikerfum þar sem GRUB2 er notaður til ræsingar.

Diskurinn fyrir ubuntu 9.10 sem hægt er að ræsa upp af má nálgast hér: http://www.ubuntu.com/getubuntu/download Continue reading

Hvað er líkt með jólasveininum og kerfisstjórum

Hann Ottó samstarfsfélagi sendi okkur vinnufélögunum þennan samanburð og mér fannst tilvalið að láta hann flakka hér líka.

Hvað er líkt með jólasveininum og kerfisstjórum

  1. Santa is bearded, corpulent, and dresses funny.
  2. When you ask Santa for something, the odds of receiving what you wanted are infinitesimal.
  3. Santa seldom answers your mail.
  4. When you ask Santa where he gets all the stuff he’s got, he says, “Elves make it for me.”
  5. Santa doesn’t care about your deadlines.
  6. Your parents ascribed supernatural powers to Santa, but did all the work themselves.
  7. Nobody knows who Santa has to answer to for his actions.
  8. Santa laughs entirely too much.
  9. Santa thinks nothing of breaking into your $HOME.
  10. Only a lunatic says bad things about Santa in his presence.
Proxy - Netsel

Sjálfvirk stilling á netsel-i (proxy)

Ég vinn á vinnustað þar sem eina tengingin út á internetið er í gegnum netsels-/staðgengil- eða proxy þjón og það fer óendanlega í taugarnar á mér að þurfa að vera að afhaka proxy stillingar í hinum og þessum forritum hvort sem það er Internet Explorer í windows eða Safari í makka sem dæmi þegar heim er komið. Þannig að það endaði með því að ég tók mig til og leitaði aðeins á netinu um hvernig hægt væri að nota fídusin er nefnist automatically detect settings í windows og proxy autodiscovery í makka. Lestu meira til að sjá hvernig þetta er leyst…

Athugið að þessi útfærsla gæti virkað mjög vel í skólum, en ég er alltaf að garfa í proxy stillingunum í vélinni hjá konunni minni eftir að hún kemur úr skólanum.

Continue reading

Sammi að blogga þegar hann nennir